Mikið vatnstjón varð á staðnum þegar ofnlagnir gáfu sig á Þorláksmessu en unnið er hörðum höndum að viðgerðum og endurbótum svo hægt verði að opna staðinn aftur sem fyrst. Andri segir að allt útlit sé fyrir að það gæti orðið fyrir þarnæstu helgi, eða helgina 19. – 20. janúar.
Andri segir að eigendur b5 muni nýta tækifærið og fríska upp á salerni, gólfefni og lýsingu en tjónið gerði ekki boð á undan sér og átti sér stað á allra versta tíma. Því gafst enginn tími til að nýta tækifærið og gera róttækar breytingar á uppsetningu staðarins.

Aðdáendur b5 þurfa því ekki að örvænta, þeir munu fá að sletta úr klaufunum á ný á þessum vinsæla stað innan skamms.