Amanda Nunes senuþjófurinn á UFC 232 – Jones með öruggan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2018 07:25 Jon Jones klárar Gustafsson í nótt. Vísir/Getty UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00
Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00