Duterte segist hafa brotið gegn vinnukonu sem táningur Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 14:55 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. EPA/FRANCIS R. MALASIG Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi. Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi.
Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira