Duterte segist hafa brotið gegn vinnukonu sem táningur Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 14:55 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. EPA/FRANCIS R. MALASIG Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi. Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi.
Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira