Gummi: Ætla að bíða og heyra hvað læknarnir segja Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 30. desember 2018 19:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira