Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 23:30 Mack var leidd fyrir dómara í málinu í júní síðastliðnum. Getty/Drew Angerer Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM. Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM.
Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39
Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18