Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 12:18 Allison Mack er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville. Hún er sögð hafa verið helsti vitorðsmaður Raniere. Vísir/Getty Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum. Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan. pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið. Bíó og sjónvarp Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum. Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan. pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið.
Bíó og sjónvarp Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39