Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 15:38 Kúrdískur hermaður í Sýrlandi. Hersveitir Kúrda hafa frelsað borgir sem Ríki íslams hafði sölsað undir sig. Vísir/Getty Mögulegt er að hersveitir Kúrda í Sýrlandi hætti baráttu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og flytja lið sitt nær tyrknesku landamærunum eftir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt bandarískt herlið úr Sýrlandi á næstu mánuðum. Ákvörðun Trump sem hann kynnti skyndilega í gær hefur komið mörgum í hans eigin ríkisstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Ríkisstjórn hans hefur talað um nauðsyn þess að bandarískt herlið verði áfram í Sýrlandi ótímabundið á meðan endanlegur sigur á Ríki íslams sé tryggður. Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF) hefur þannig farið fremst í flokki í stríði við hryðjuverksamtökin. Fulltrúar þeirra fengu ekki að vita af ákvörðun Bandaríkjaforseta fyrr en í gær. Einn leiðtoga Kúrda segir við breska blaðið The Guardian að þeir muni nú hætta baráttunni gegn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands og færa sig nær tyrknesku landamærunum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sagst ætla að ráðast gegn hersveitum Kúrda í Sýrlandi sem hann telur hryðjuverkasamtök. SDF varar við því að tómarúm skapist fyrir Ríki íslams til náð vopnum sínum aftur yfirgefi Bandaríkjaher Sýrland. Það hefði „hættulegar afleiðingar við alþjóðlegan stöðugleika“. Kúrdar stæðu eftir berskjaldaðir á milli óvinveittra aðila. Trump fullyrti í gær að Ríki íslams hefði þegar verið gersigrað. Því mótmælti SDF í yfirlýsingu. „Stríðið gegn Ríki íslams er ekki búið og Ríki íslams hefur ekki verið sigrað,“ sagði í henni.Loftárásum gegn Ríkis íslams mögulega hætt líka Enn ríkir verulega óvissa um hvað ákvörðun Trump þýðir. Upphaflega virtist hún þýða að allt herlið á landi yrði dregið til baka og baráttunni gegn Ríki íslams yrði hætt. Í dag hafði Reuters-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkjaher myndi einnig hætta loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem stýrt hefur verið annars staðar frá. Lofthernaðurinn er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að stökkva vígamönnum Ríkis íslams á flótta. Ákvörðun Trump hefur sætt harðri gagnrýni, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Repúblikanaflokknum. Segja þeir brotthvarf Bandaríkjahers styrkja stöðu Rússa og Írana sem styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Trump hefur á móti sagst vera að uppfylla kosningaloforð. Sakaði hann bandamenn Bandaríkjanna um að sýna þeim ekkert nema vanþakklæti fyrir „vernd“ þeirra í Miðausturlöndum. Fullyrðing Trump um að Ríki íslams hafi verið sigrað hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hans eigin ríkisstjórn hefur nýlega sagt að þúsundir öfgamanna séu enn í Sýrlandi. Frönsk stjórnvöld, sem hafa einnig herlið í Sýrlandi, segja að þeirra hermenn verði áfram í landinu enda hafi Ríki íslams enn ekki sungið sitt síðasta. Franskir embættismenn segja Reuters að ákvörðun Bandaríkjaforseta hafi komið þeim að óvörum. Utanríkisráðuneytið segir að viðræður séu hafnar á milli Frakka, bandamanna þeirra í Sýrlandi og Bandaríkjastjórnar um hvernig brotthvarfi herliðsins verður háttað. Frakkar muni gera sitt besta til að gæta öryggis bandamanna Bandaríkjanna í landinu, þar á meðal hersveita Kúrda. Sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands aflýsti fundum sem skipulagðir voru hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi átti einnig að gefa öryggisráðinu skýrslu um stöðu friðarviðræðna síðar í dag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Mögulegt er að hersveitir Kúrda í Sýrlandi hætti baráttu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og flytja lið sitt nær tyrknesku landamærunum eftir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt bandarískt herlið úr Sýrlandi á næstu mánuðum. Ákvörðun Trump sem hann kynnti skyndilega í gær hefur komið mörgum í hans eigin ríkisstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Ríkisstjórn hans hefur talað um nauðsyn þess að bandarískt herlið verði áfram í Sýrlandi ótímabundið á meðan endanlegur sigur á Ríki íslams sé tryggður. Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF) hefur þannig farið fremst í flokki í stríði við hryðjuverksamtökin. Fulltrúar þeirra fengu ekki að vita af ákvörðun Bandaríkjaforseta fyrr en í gær. Einn leiðtoga Kúrda segir við breska blaðið The Guardian að þeir muni nú hætta baráttunni gegn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands og færa sig nær tyrknesku landamærunum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sagst ætla að ráðast gegn hersveitum Kúrda í Sýrlandi sem hann telur hryðjuverkasamtök. SDF varar við því að tómarúm skapist fyrir Ríki íslams til náð vopnum sínum aftur yfirgefi Bandaríkjaher Sýrland. Það hefði „hættulegar afleiðingar við alþjóðlegan stöðugleika“. Kúrdar stæðu eftir berskjaldaðir á milli óvinveittra aðila. Trump fullyrti í gær að Ríki íslams hefði þegar verið gersigrað. Því mótmælti SDF í yfirlýsingu. „Stríðið gegn Ríki íslams er ekki búið og Ríki íslams hefur ekki verið sigrað,“ sagði í henni.Loftárásum gegn Ríkis íslams mögulega hætt líka Enn ríkir verulega óvissa um hvað ákvörðun Trump þýðir. Upphaflega virtist hún þýða að allt herlið á landi yrði dregið til baka og baráttunni gegn Ríki íslams yrði hætt. Í dag hafði Reuters-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkjaher myndi einnig hætta loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem stýrt hefur verið annars staðar frá. Lofthernaðurinn er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að stökkva vígamönnum Ríkis íslams á flótta. Ákvörðun Trump hefur sætt harðri gagnrýni, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Repúblikanaflokknum. Segja þeir brotthvarf Bandaríkjahers styrkja stöðu Rússa og Írana sem styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Trump hefur á móti sagst vera að uppfylla kosningaloforð. Sakaði hann bandamenn Bandaríkjanna um að sýna þeim ekkert nema vanþakklæti fyrir „vernd“ þeirra í Miðausturlöndum. Fullyrðing Trump um að Ríki íslams hafi verið sigrað hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hans eigin ríkisstjórn hefur nýlega sagt að þúsundir öfgamanna séu enn í Sýrlandi. Frönsk stjórnvöld, sem hafa einnig herlið í Sýrlandi, segja að þeirra hermenn verði áfram í landinu enda hafi Ríki íslams enn ekki sungið sitt síðasta. Franskir embættismenn segja Reuters að ákvörðun Bandaríkjaforseta hafi komið þeim að óvörum. Utanríkisráðuneytið segir að viðræður séu hafnar á milli Frakka, bandamanna þeirra í Sýrlandi og Bandaríkjastjórnar um hvernig brotthvarfi herliðsins verður háttað. Frakkar muni gera sitt besta til að gæta öryggis bandamanna Bandaríkjanna í landinu, þar á meðal hersveita Kúrda. Sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands aflýsti fundum sem skipulagðir voru hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi átti einnig að gefa öryggisráðinu skýrslu um stöðu friðarviðræðna síðar í dag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03