Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 22:37 Jim Mattis. AP/Susan Walsh, file Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér og mun hætta í lok febrúar. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter nú fyrir skömmu. Mattis, sem er fyrrverandi hershöfðingi og landgönguliði, hefur verið varnarmálaráðherra frá því Trump tók við embætti. Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi.Fyrir einungis tveimur dögum sagði Mattis að enn væri mikið verk óunnið í Sýrlandi og reyndi hann ítrekað að fá Trump til að hætta við ákvörðun sína. Þá hafa einnig borist fréttir af því í kvöld að Trump sé að íhuga að kalla bróðurpart hermanna Bandaríkjanna heim frá Afganistan en Mattis er einnig mótfallinn því. Það var þó alls ekki í fyrsta sinn sem Mattis hefur verið ósammála Trump og fjölmiðlar ytra segja forsetann reglulega hafa farið gegn ráðleggingum ráðherrans varðandi þjóðaröryggi að undanförnu. Mattis var áður talinn einn af áhrifamestu ráðgjöfum Trump en það hefur legið í loftinu að hann myndi hætta. Meðal þess sem þeir hafa verið ósammála um er að senda hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mattis var á móti þeirri ákvörðun og þá hunsaði Trump ráðleggingar Mattis varðandi það hver ætti að leiða hershöfðingjaráð Hvíta hússins.Sagðir hafa rifist í Hvíta húsinu Blaðamaður Reuters segir Trump og Mattis hafa rifist í Hvíta húsinu nú í kvöld. Mattis er sagður hafa farið að hitta Trump í þeim tilgangi að fá hann til að hætta við að kalla hermenn heim frá Sýrlandi. Þegar Trump neitaði því á Mattis að hafa sagt af sér. Í afsagnarbréfi sínu virðist sem að Mattis setji út á Trump undir rós. Hann segist trúa því af staðfestu að bandalög efli Bandaríkin og mikilvægt sé að viðhalda þeim og á sama tíma vinna gegn andstæðingum Bandaríkjanna eins og Rússlandi og Kína. Hann nefnir Atlantshafsbandalagið sérstaklega. Þá segist Mattis vera að hætta svo Trump geti fundið sér varnarmálaráðherra með skoðanir sem samsvari hans eigin skoðunum betur. Mattis er síðasti meðlimur hóps starfsmanna Trump, sem forsetinn kallaði reglulega „hershöfðingjana mína“. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Trump, var hershöfðingi og það var Michael Flynn einnig, sem og H.R. McMaster, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar Trump. Þá er hann fjórði ráðherra Trump sem hættir eða er rekinn á innan við tveimur mánuðum og sá þriðji á innan við tveimur vikum. Trump segir að nýr varnarmálaráðherra verði valinn innan skamms. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja mikinn óróa í Pentagon, höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, vegna afsagnar Mattis.Defense Secretary James Mattis has resigned. Here's the letter: pic.twitter.com/e2PulyXpXZ— Elizabeth McLaughlin (@Elizabeth_McLau) December 20, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér og mun hætta í lok febrúar. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter nú fyrir skömmu. Mattis, sem er fyrrverandi hershöfðingi og landgönguliði, hefur verið varnarmálaráðherra frá því Trump tók við embætti. Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi.Fyrir einungis tveimur dögum sagði Mattis að enn væri mikið verk óunnið í Sýrlandi og reyndi hann ítrekað að fá Trump til að hætta við ákvörðun sína. Þá hafa einnig borist fréttir af því í kvöld að Trump sé að íhuga að kalla bróðurpart hermanna Bandaríkjanna heim frá Afganistan en Mattis er einnig mótfallinn því. Það var þó alls ekki í fyrsta sinn sem Mattis hefur verið ósammála Trump og fjölmiðlar ytra segja forsetann reglulega hafa farið gegn ráðleggingum ráðherrans varðandi þjóðaröryggi að undanförnu. Mattis var áður talinn einn af áhrifamestu ráðgjöfum Trump en það hefur legið í loftinu að hann myndi hætta. Meðal þess sem þeir hafa verið ósammála um er að senda hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mattis var á móti þeirri ákvörðun og þá hunsaði Trump ráðleggingar Mattis varðandi það hver ætti að leiða hershöfðingjaráð Hvíta hússins.Sagðir hafa rifist í Hvíta húsinu Blaðamaður Reuters segir Trump og Mattis hafa rifist í Hvíta húsinu nú í kvöld. Mattis er sagður hafa farið að hitta Trump í þeim tilgangi að fá hann til að hætta við að kalla hermenn heim frá Sýrlandi. Þegar Trump neitaði því á Mattis að hafa sagt af sér. Í afsagnarbréfi sínu virðist sem að Mattis setji út á Trump undir rós. Hann segist trúa því af staðfestu að bandalög efli Bandaríkin og mikilvægt sé að viðhalda þeim og á sama tíma vinna gegn andstæðingum Bandaríkjanna eins og Rússlandi og Kína. Hann nefnir Atlantshafsbandalagið sérstaklega. Þá segist Mattis vera að hætta svo Trump geti fundið sér varnarmálaráðherra með skoðanir sem samsvari hans eigin skoðunum betur. Mattis er síðasti meðlimur hóps starfsmanna Trump, sem forsetinn kallaði reglulega „hershöfðingjana mína“. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Trump, var hershöfðingi og það var Michael Flynn einnig, sem og H.R. McMaster, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar Trump. Þá er hann fjórði ráðherra Trump sem hættir eða er rekinn á innan við tveimur mánuðum og sá þriðji á innan við tveimur vikum. Trump segir að nýr varnarmálaráðherra verði valinn innan skamms. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja mikinn óróa í Pentagon, höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, vegna afsagnar Mattis.Defense Secretary James Mattis has resigned. Here's the letter: pic.twitter.com/e2PulyXpXZ— Elizabeth McLaughlin (@Elizabeth_McLau) December 20, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent