Telur hunda sína hafa stöðvað innbrot í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 10:45 Fenrir og Freyja, eftir varðstörf gærkvöldsins. Elísa Elínar Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa.
Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47
Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09