Persónuvernd segir að mál sem snýr að upptöku á samtölum þingmanna á veitingastaðnum Klaustri sé í hefðbundnum farvegi hjá stofnuninni. Ætlar Persónuvernd að bíða eftir að úrskurði Landsréttar í máli þingmanna Miðflokksins sem snýr að kröfu þeirra um að fram fari vitnaleiðslur og öflun sönnunargagna.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni kröfu þingmannanna. Reimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, kærði þann úrskurð til Landsréttar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir hagsmuna Báru Halldórsdóttur sem gegnst við því að hafa tekið samtalið upp, er að vinna í greinagerð til að senda Landsrétti.
Í tilkynningu á vef Persónuverndar í dag kemur fram að stjórnin hafi fundað um málið í gær. Ákveðið hafi verið að senda lögmönnum Báru gögn málsins og veita þeim kost á athugasemdum fyrir hennar hönd.
„Jafnframt var ákveðið að óska eftir umræddri hljóðupptöku, sem og upptökum úr eftirlitsmyndavélum á Klaustri frá þeim tíma sem samtölin voru tekin upp. Frestur til athugasemda og afhendingar upptökunnar var veittur til 11. janúar 2019.“
Að loknum fundi bárust hins vegar þær fréttir að úrskurður Hérðasdóms Reykjavíkur hefði verið kærður til Landsréttar.
„Beðið verður með að óska eftir umræddum upptökum þar til niðurstaða Landsréttar um úrskurðinn liggur fyrir.“
