Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 19:30 Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið. Vísir/vilhelm Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira