Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming vegna falls á afurðaverði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. desember 2018 19:30 Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Fréttablaðið/Stefán Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“ Landbúnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“
Landbúnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira