Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 10:53 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. Mynd/Anton Brink Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48