Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2018 14:00 Íslendingarnir níu dvelja í tjaldbúðum yfir jólin Aðsend mynd frá Guðmundi Guðjónssyni Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur. Jól Suðurskautslandið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur.
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira