168 dánir í flóðbylgju á Indónesíu eftir eldgos í Krakatá Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 08:05 Talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Vísir/EPA Í það minnsta 168 eru taldir af og 745 særðir eftir að flóðbylgja skall á strönd Súndasunds í Indónesíu í gær. Yfirvöld telja að hundruð bygging hafi eyðilagst í þessum hamförum sem eru raktar til skriðufalls neðansjávar eftir að gos hófst í Krakatá, sem er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu. Súndasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu en sundið tengir Jövuhaf við Indlandshaf.Eyðileggingarmátturinn var gríðarlegurVísir/EPAYfirvöld hafa biðlað til íbúa að vera ekki nærri strandlengjunni af ótta við að önnur flóðbylgja skelli á. Flóðbylgjan skall á um klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma en talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Á meðal þeirra svæða sem urðu illa úti eru Pandeglang, Lampung og Serang nefnd. Ferðamannastaðurinn Tanjung Lesung varð einnig fyrir flóðbylgjunni en engar viðvaranir bárust.Engar viðvaranir bárust vegna flóðbylgjunnar.Vísir/EPAFjöldi myndbanda er af hamförunum á samfélagsmiðlum. Þar á meðal má sjá þegar flóðbylgja skellur á stóru tjaldi sem var reist vegna tónleika hljómsveitarinnar Seventeen á Tanjung Lesung. Á myndbandinu sést hvernig hljómsveitarmeðlimirnir skolast í burtu og flóðbylgjan eyðileggur sviðið. Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Krakatá, er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu.Vísr/EPASutopo Purwo Nugroho, talsmaður hamfararáðuneytis Indónesíu, birti eftirfarandi myndband af eyðileggingu í Lampung. Pantauan udara daerah terdampak tsunami di Pantai Kalianda Kabupaten Lampung Selatan. Korban dampak tsunami di Lampung Selatan per 23/12/2018 pukul 13.00 WIB: 35 orang meninggal duniq, 115 orang luka dan 110 unit rumah rusak. Pendataan masih dilakukan. pic.twitter.com/HcXVkEhqBx— Sutopo Purwo Nugroho (@Sutopo_PN) December 23, 2018 Asía Indónesía Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í það minnsta 168 eru taldir af og 745 særðir eftir að flóðbylgja skall á strönd Súndasunds í Indónesíu í gær. Yfirvöld telja að hundruð bygging hafi eyðilagst í þessum hamförum sem eru raktar til skriðufalls neðansjávar eftir að gos hófst í Krakatá, sem er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu. Súndasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu en sundið tengir Jövuhaf við Indlandshaf.Eyðileggingarmátturinn var gríðarlegurVísir/EPAYfirvöld hafa biðlað til íbúa að vera ekki nærri strandlengjunni af ótta við að önnur flóðbylgja skelli á. Flóðbylgjan skall á um klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma en talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Á meðal þeirra svæða sem urðu illa úti eru Pandeglang, Lampung og Serang nefnd. Ferðamannastaðurinn Tanjung Lesung varð einnig fyrir flóðbylgjunni en engar viðvaranir bárust.Engar viðvaranir bárust vegna flóðbylgjunnar.Vísir/EPAFjöldi myndbanda er af hamförunum á samfélagsmiðlum. Þar á meðal má sjá þegar flóðbylgja skellur á stóru tjaldi sem var reist vegna tónleika hljómsveitarinnar Seventeen á Tanjung Lesung. Á myndbandinu sést hvernig hljómsveitarmeðlimirnir skolast í burtu og flóðbylgjan eyðileggur sviðið. Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Krakatá, er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu.Vísr/EPASutopo Purwo Nugroho, talsmaður hamfararáðuneytis Indónesíu, birti eftirfarandi myndband af eyðileggingu í Lampung. Pantauan udara daerah terdampak tsunami di Pantai Kalianda Kabupaten Lampung Selatan. Korban dampak tsunami di Lampung Selatan per 23/12/2018 pukul 13.00 WIB: 35 orang meninggal duniq, 115 orang luka dan 110 unit rumah rusak. Pendataan masih dilakukan. pic.twitter.com/HcXVkEhqBx— Sutopo Purwo Nugroho (@Sutopo_PN) December 23, 2018
Asía Indónesía Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira