Flóttakonur fá mismunandi aðstoð eftir búsetu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2018 21:16 Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu. Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu.
Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira