Óþarfi að troða öllum heimsóknum milli jóla og nýárs Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. desember 2018 22:30 Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin. Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin.
Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15