Gríðarleg flóðbylgja skall á strönd Sundasunds vegna gossins. Sundasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu og tengir sundið Jövuhaf við Indlandshaf.
Talsmaður landsskrifstofu náttúruhamfara í Indónesíu, Sutapo Purwo Nugroho, segir að yfirvöld þurfi að þróa nýtt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjur.
„Núverandi viðvörunarkerfi er fyrir jarðskjálftavirkni. Indónesía þarf að búa til viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjur sem verða vegna aurskriða og eldgosa neðansjávar,“ skrifaði Nugroho á Twitter.
Búist er við því að tala látinna hækki áfram þar sem 57 manns er enn saknað. Þá er talið að allt að 1600 manns hafi misst heimili sín vegna hamfaranna.
6) Jaringan buoy tsunami di perairan Indonesia sudah tidak beroperasi sejak 2012. Vandalisme, terbatasnya anggaran, kerusakan teknis menyebabkan tidak ada buoy tsunami saat ini. Perlu dibangun kembali untuk memperkuat Indonesia Tsunami Early Warning System. pic.twitter.com/CqP7STcJCT
— Sutopo Purwo Nugroho (@Sutopo_PN) December 24, 2018