Gular viðvaranir, rauð jól og innanlandsflugi aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2018 09:18 Vindaspáin á landinu fyrir klukkan 18 í dag þegar klukkurnar hringja inn jólin. veðurstofa íslands Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira