Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2018 13:00 Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður. Jól Jólamatur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður.
Jól Jólamatur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira