Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sylvía Hall skrifar 25. desember 2018 15:12 Fyrirtæki glöddu starfsmenn sína um jólin. Getty/Andrea Obzerova Nú þegar jólahátíðin er gengin í garð gleðja mörg fyrirtæki starfsmenn sína og eru jólagjafirnar margvíslegar. Algengt var að starfsmenn fengu matarkörfur fyrir jólin, sumir fengu eitthvað í búið og þá voru gjafakortin einstaklega vinsæl í ár. Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér fyrir neðan: Gjafakort og inneignir vinsælar gjafir Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og frídag í jólapakkanum í ár. Samherji gaf 200 þúsund krónur í jólabónus og veglega matarkörfu með því. Starfsfólk Costco fékk 3500 króna gjafabréf sem rennur út í febrúar næstkomandi og Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í kringluna. Þá voru gjafabréfin vinsæl hjá bönkunum í ár en starfsfólk Íslandsbanka fékk 35 þúsund króna gjafabréf í Epal, Landsbankinn gaf 50 þúsund króna gjafabréf í Líf og List og starfsfólk Arion banka fór heim með Le Creuset pott og gjafabréf. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fengu gjafabréf í Borgarleikhúsið, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar 10 þúsund króna gjafabréf og starfsfólk Kópavogsbæjar fengu 10 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður. Reykjanesbær gaf starfsfólki sínu sundkort og 5 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Íslensk erfðagreining gaf 80 þúsund krónur og bók fyrir hátíðirnar, Eimskip gaf starfsfólki sínu 35 þúsund krónur og súkkulaði og B&L gaf gjafakort upp á 50 þúsund krónur. Starfsmenn Skeljungs fengu kaffipakka ásamt 70 þúsund króna inneign hjá Heimkaupum. Þá fékk starfsfólk BSRB 65 þúsund króna gjafakort, starfsfólk Mannvits 50 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Isavia 15 þúsund króna gjafakort og óróa frá Líf og List til þess að skreyta fyrir hátíðirnar. Matarkörfur fyrir jólin á mörgum heimilum Ansi margir voru gladdir með matarkörfum í ár en Alcoa Fjarðarál gaf starfsfólki sínu gjafakassa með mat og konfekti. RÚV gaf starfsfólki sínu gjafakörfu úr Frú Laugu með ýmsu matarkyns. Starfsfólk Frjálsrar fjölmiðlunar fékk gjafakörfu með mat sem og starfsfólk Ölgerðarinnar sem fór í fríið með gjafapoka sem innihélt mat, drykki og konfekt. Strætó gaf matar- og gjafakörfu frá Norðlenska og Ásbirni Ólafssyni sem innihélt hrygg, paté og fleiri matvörur ásamt iittala skálum og servíettum. Shake & Pizza gaf öllu starfsfólki hamborgarhrygg, skinku og eldstafi og Pósturinn gaf gjafakörfu með mat og konfekti sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og konfekt. Þar að auki fengu starfsmenn Póstsins 6 þúsund króna gjafakort upp í nótt á hótelum Icelandair eða á Vox. Starfsfólk IKEA hafði úr nokkru að velja en í ár stóð til boða að velja milli þriggja gjafakarfa með kjötvörum, vegankörfu frá Gló eða gjafabréf í 66° Norður. Norðurál fékk gjafakörfu frá SS sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og grafið kindainnlæri ásamt konfekti. Leikhúsmiðar, hátalarar og frídagar Origo gaf starfsfólki sínu Bose snjallhátalara í ár en þeir sem áttu slíkan grip fyrir máttu skipta honum út fyrir gjafabréf í verslun Origo eða fá 35 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður í staðinn. HB Grandi gaf einnig Bose hátalara ásamt 35 þúsund króna gjafakorti frá Íslandsbanka og starfsfólk Háskóla Íslands fékk gjafabréf í Þjóðleikhúsið og tvo frídaga. Landspítalinn gaf starfsfólki sínu 8 þúsund króna inneign í Icewear, starfsfólk Borgarleikhússins fékk bakpoka frá 66° Norður og gjafabréf í búðina og Sjóvá gaf tösku og jakka frá Zo-on. Starfsfólk Morgunblaðsins fékk 30 þúsund króna inneign hjá 66° Norður og starfsfólk Sýnar fékk val á milli Apple airpods heyrnatóla, ferðatösku úr Pennanum og 35 þúsund króna gjafabréfs í Zo-on. Íslenska lögfræðistofan gefur starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort frá Arion banka og út að borða fyrir tvo, starfsfólk Hugsmiðjunnar fékk áfengi og 20 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Dominos fékk að velja á milli þriggja gjafa sem keyptar voru hérlendis. Starfsfólk Samkaupa fékk gjafakort í búðum Samkaupa.Starfsmenn Ueno fengu 300 þúsund krónur í jólabónus auk 25 þúsund króna inneignar hjá Airbnb. Þá fengu fullráðnir starfsmenn Hagkaupa 6000 króna gjafakort í Hagkaupum og hlutastarfsmenn Ferrero Rocher konfektkassa. Starfsfólk hjá Össur fékk fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna og auk þess frí hálfan dag á aðfangadag og gamlársdag.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jól Jólagjafir fyrirtækja Neytendur Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Sjá meira
Nú þegar jólahátíðin er gengin í garð gleðja mörg fyrirtæki starfsmenn sína og eru jólagjafirnar margvíslegar. Algengt var að starfsmenn fengu matarkörfur fyrir jólin, sumir fengu eitthvað í búið og þá voru gjafakortin einstaklega vinsæl í ár. Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér fyrir neðan: Gjafakort og inneignir vinsælar gjafir Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og frídag í jólapakkanum í ár. Samherji gaf 200 þúsund krónur í jólabónus og veglega matarkörfu með því. Starfsfólk Costco fékk 3500 króna gjafabréf sem rennur út í febrúar næstkomandi og Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í kringluna. Þá voru gjafabréfin vinsæl hjá bönkunum í ár en starfsfólk Íslandsbanka fékk 35 þúsund króna gjafabréf í Epal, Landsbankinn gaf 50 þúsund króna gjafabréf í Líf og List og starfsfólk Arion banka fór heim með Le Creuset pott og gjafabréf. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fengu gjafabréf í Borgarleikhúsið, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar 10 þúsund króna gjafabréf og starfsfólk Kópavogsbæjar fengu 10 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður. Reykjanesbær gaf starfsfólki sínu sundkort og 5 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Íslensk erfðagreining gaf 80 þúsund krónur og bók fyrir hátíðirnar, Eimskip gaf starfsfólki sínu 35 þúsund krónur og súkkulaði og B&L gaf gjafakort upp á 50 þúsund krónur. Starfsmenn Skeljungs fengu kaffipakka ásamt 70 þúsund króna inneign hjá Heimkaupum. Þá fékk starfsfólk BSRB 65 þúsund króna gjafakort, starfsfólk Mannvits 50 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Isavia 15 þúsund króna gjafakort og óróa frá Líf og List til þess að skreyta fyrir hátíðirnar. Matarkörfur fyrir jólin á mörgum heimilum Ansi margir voru gladdir með matarkörfum í ár en Alcoa Fjarðarál gaf starfsfólki sínu gjafakassa með mat og konfekti. RÚV gaf starfsfólki sínu gjafakörfu úr Frú Laugu með ýmsu matarkyns. Starfsfólk Frjálsrar fjölmiðlunar fékk gjafakörfu með mat sem og starfsfólk Ölgerðarinnar sem fór í fríið með gjafapoka sem innihélt mat, drykki og konfekt. Strætó gaf matar- og gjafakörfu frá Norðlenska og Ásbirni Ólafssyni sem innihélt hrygg, paté og fleiri matvörur ásamt iittala skálum og servíettum. Shake & Pizza gaf öllu starfsfólki hamborgarhrygg, skinku og eldstafi og Pósturinn gaf gjafakörfu með mat og konfekti sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og konfekt. Þar að auki fengu starfsmenn Póstsins 6 þúsund króna gjafakort upp í nótt á hótelum Icelandair eða á Vox. Starfsfólk IKEA hafði úr nokkru að velja en í ár stóð til boða að velja milli þriggja gjafakarfa með kjötvörum, vegankörfu frá Gló eða gjafabréf í 66° Norður. Norðurál fékk gjafakörfu frá SS sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og grafið kindainnlæri ásamt konfekti. Leikhúsmiðar, hátalarar og frídagar Origo gaf starfsfólki sínu Bose snjallhátalara í ár en þeir sem áttu slíkan grip fyrir máttu skipta honum út fyrir gjafabréf í verslun Origo eða fá 35 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður í staðinn. HB Grandi gaf einnig Bose hátalara ásamt 35 þúsund króna gjafakorti frá Íslandsbanka og starfsfólk Háskóla Íslands fékk gjafabréf í Þjóðleikhúsið og tvo frídaga. Landspítalinn gaf starfsfólki sínu 8 þúsund króna inneign í Icewear, starfsfólk Borgarleikhússins fékk bakpoka frá 66° Norður og gjafabréf í búðina og Sjóvá gaf tösku og jakka frá Zo-on. Starfsfólk Morgunblaðsins fékk 30 þúsund króna inneign hjá 66° Norður og starfsfólk Sýnar fékk val á milli Apple airpods heyrnatóla, ferðatösku úr Pennanum og 35 þúsund króna gjafabréfs í Zo-on. Íslenska lögfræðistofan gefur starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort frá Arion banka og út að borða fyrir tvo, starfsfólk Hugsmiðjunnar fékk áfengi og 20 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Dominos fékk að velja á milli þriggja gjafa sem keyptar voru hérlendis. Starfsfólk Samkaupa fékk gjafakort í búðum Samkaupa.Starfsmenn Ueno fengu 300 þúsund krónur í jólabónus auk 25 þúsund króna inneignar hjá Airbnb. Þá fengu fullráðnir starfsmenn Hagkaupa 6000 króna gjafakort í Hagkaupum og hlutastarfsmenn Ferrero Rocher konfektkassa. Starfsfólk hjá Össur fékk fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna og auk þess frí hálfan dag á aðfangadag og gamlársdag.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Neytendur Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent