Svekktastur að hafa misst af þyrluferðinni á spítalann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2018 23:45 Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur
Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43
Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18