Feitir munkar áhyggjuefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 19:00 Hjúkrunarfræðingar hlúa að tveimur sjúklingum á ríkisrekinni heilsugæslustöð sem er sérstaklega ætluð búddamunkum. Getty/Romeo Gacad Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian. Asía Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian.
Asía Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira