Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Frá Indónesíu. Getty/Dimas Ardian Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana. Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53
222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30