Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Frá Indónesíu. Getty/Dimas Ardian Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana. Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53
222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30