Vill heimavist í borgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 "Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti,“ segir Lilja Rannveig. Mynd/Alex Björn Bülow Stefánsson Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira