Aðkoman á slysstað skelfileg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 11:17 Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017. Google Maps/Joseph M Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19