Serena ánægð með nýju „mömmuregluna“ í tennisheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 16:30 Serena Williams. Vísir/Getty Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf. Tennis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf.
Tennis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira