Serena ánægð með nýju „mömmuregluna“ í tennisheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 16:30 Serena Williams. Vísir/Getty Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf. Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf.
Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira