Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Þrennt lést þegar bíll fór út í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi þann 3. nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009.
Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir slys á borð við það sem varð í dag afar sjaldgæf. 17. júní árið 2002 létust fjórir farþegar jeppabíls þegar bíllinn valt úr í Blöndulón. Síðar um sumarið létust þrjár konur í árekstri á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, þann 21. ágúst 2002.
Í skýrslu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann árið 2014 og birt var á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1915-2014 urðu 1374 umferðarslys og 1502 létust. Þar með talin eru reiðhjólaslys, járnbrautaslys auk slysa þar sem bílar koma við sögu.
Fjórir hafa mest látið lífið í einu umferðarslysi en samkvæmt fyrrnefndri skýrslu hefur það gerist þrisvar sinnum.
Fyrsta banaslysið á Íslandi af völdum bifreiðar varð 29. júní 1919 þegar bíl var ekið yfir gangandi vegfaranda í Bankastræti við gatnamót Ingólfsstrætis.
Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að umferðarslysið væri það mannskæðasta síðan árið 2009. Beðist er velvirðingar á þessu.
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf

Tengdar fréttir

Barn á meðal þeirra látnu
Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum.

Aðkoman á slysstað skelfileg
Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun.

Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn
Fjórir eru alvarlega slasaðir.