Erlent

Obama-hjónin dáðustu Bandaríkjamennirnir

Kjartan Kjartansson skrifar
Obama-hjónin njóta aðdáunar margra landa sinna.
Obama-hjónin njóta aðdáunar margra landa sinna. Vísir/EPA
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sá Bandaríkjamaður sem flestir landar hans segjast bera aðdáun til, ellefta árið í röð. Í nýrri árlegri könnun Gallup er Michelle Obama, eiginkona hans, nú sú kona sem flestir Bandaríkjamenn segjast dást að.

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og fyrrverandi forsetafrú og öldungadeildarþingmaður, var sú kona sem flestir nefndu í könnun Gallup um dáðustu Bandaríkjamennina í sautján ár í röð. Í ár tóku Obama og Oprah Winfrey, spjallþáttastjórnandinn þekkti, fram úr Clinton.

Alls nefndu 15% svarenda fyrrverandi forsetafrúna Obama, tíu prósentustigum fleiri en nefndu Winfrey. Aðeins 4% nefndu Clinton, jafnmargir og nefndu Melaniu Trump, núverandi forsetafrú, að því er kemur fram í frétt Axios.

Mjórra var á muninum þegar spurt var um þann karlmann sem fólk dáðist að. Tæpur fimmtungur nefndi Obama fyrrverandi forseta en 13% sögðust helst dá Donald Trump forseta. Langt á eftir þeim komu George W. Bush, fyrrverandi forseti, og Frans páfi, með 2% tilnefninga hvor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×