Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 23:42 Raskanir hafa orðið á sorphirðu í Washington-borg vegna lokunar hluta alríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Sjá meira
Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Sjá meira
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00