Engar eignir fundist upp í tap Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2018 07:00 Kári Sturluson fékk fyrirframgreiðslu á miðasölu tónleika Sigur rósar í fyrra. Sá peningur hefur aldrei skilað sér aftur. Fréttablaðið/Ernir „Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleikahaldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfirlýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niðurstaðan liggi ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tónlist Tengdar fréttir Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46 Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleikahaldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfirlýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niðurstaðan liggi ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tónlist Tengdar fréttir Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46 Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35
Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00