Kaupaukar kostuðu Kviku yfir hundrað milljónir í skatt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Fréttablaðið/GVA Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skattleggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskilaféð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóvember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hlutabréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáverandi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfsmenn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til einstakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bankann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arðgreiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsendur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álitinu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þannig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfsmenn félagsins, þ.e. helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00 Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16 Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skattleggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskilaféð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóvember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hlutabréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáverandi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfsmenn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til einstakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bankann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arðgreiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsendur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álitinu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þannig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfsmenn félagsins, þ.e. helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00 Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16 Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00
Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16
Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00