Kaupaukar kostuðu Kviku yfir hundrað milljónir í skatt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Fréttablaðið/GVA Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skattleggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskilaféð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóvember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hlutabréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáverandi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfsmenn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til einstakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bankann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arðgreiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsendur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álitinu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þannig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfsmenn félagsins, þ.e. helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00 Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16 Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skattleggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskilaféð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóvember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hlutabréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáverandi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfsmenn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til einstakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bankann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arðgreiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsendur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álitinu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þannig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfsmenn félagsins, þ.e. helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00 Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16 Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00
Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16
Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00