Sá reynslumesti fær að vera hinum megin við borðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:15 Aron Kristjánsson var þjálfari íslenska handboltalandsliðsins frá 2012 til 2016. Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira