Sá reynslumesti fær að vera hinum megin við borðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:15 Aron Kristjánsson var þjálfari íslenska handboltalandsliðsins frá 2012 til 2016. Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira