Thatcher hafði efasemdir um Mandela eftir þeirra fyrsta símtal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 13:15 Nelson Mandela og Margaret Thatcher hittust í júlí 1990. vísir/getty Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því. Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því.
Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira