Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 10:59 Hvers kyns förðunarmyndbönd njóta mikilla vinsælda. Stærsta snyrtivörufyrirtæki heims gerir sér grein fyrir því og ver um helmingi alls markaðsfjár síns á samfélagsmiðlum. Getty/AzmanJaka Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. Í könnun sem framkvæmd var fyrir BBC Radio 4, útvarpsstöð á vegum breska ríkisútvarpsins, sögðu 82 prósent þátttakenda að þeir ættu oft erfitt með að greina hvenær áhrifavaldar hefðu fengið greitt fyrir kynningar sínar. Áhrifavaldar hafa verið mikið til umræðu á síðustu árum, meðfram auknum vinsældum samfélagsmiðla. Um er að ræða einstaklinga, sem oftar en ekki eru með marga fylgjendur á Instagram, Facebook eða Snapchat, og fengnir eru af fyrirtækjum til að auglýsa hvers kyns varning eða þjónustu.Mál tveggja íslenskra áhrifavalda vakti töluverða athygli fyrr á árinu en Neytendastofa gerði þeim að taka skýrar fram að færslur þeirra, sem unnar voru í samstarfi við tæknifyrirtæki, væru kostað samstarf. Eftir að málið komst í hámæli minnti Neytendastofa á að um auglýsingar á samfélagsmiðlum giltu skýrar reglur, þannig að ekki færi á milli mála í framsetningunni að áhrifavaldurinn hefði fengið greitt fyrir færsluna.Sjá einnig:Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar eiga að fylgjaÍ frétt breska ríkisútvarpsins um fyrrnefnda könnun er tekið fram að þarlend yfirvöld séu nú að íhuga að gefa út sambærilegra reglur og þær sem Neytendastofa hefur tekið saman. Þar að auki sé til rannsóknar hvort að áhrifavaldar leyni því að færslur þeirra séu kostaðar. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til að um 54 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára leyfðu kynningum áhrifavalda að móta kauphegðun sína. Rúmlega 1000 manns tóku þátt í könnuninni og er haft eftir einum aðstandenda hennar á vef BBC að niðurstöðurnar gefi til kynna að neytendur, þeir bresku í það minnsta, séu alla jafna nokkuð vel með á nótunum þegar kemur að auglýsingum áhrifavalda. Engu að síður sé oft óljóst hvenær áhrifavaldar eigi í kostuðu samstarfi og að ungir neytendur séu nokkuð áhrifagjarnir. Ætla má að stórfyrirtæki geri sér grein fyrir ítökum áhrifavalda. Í frétt BBC er sérstaklega minnst á L'Oreal Group, stærsta snyrtivörufyrirtæki heims, verji um helmingi alls markaðsfjár síns á samfélagsmiðlum. Bretland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. Í könnun sem framkvæmd var fyrir BBC Radio 4, útvarpsstöð á vegum breska ríkisútvarpsins, sögðu 82 prósent þátttakenda að þeir ættu oft erfitt með að greina hvenær áhrifavaldar hefðu fengið greitt fyrir kynningar sínar. Áhrifavaldar hafa verið mikið til umræðu á síðustu árum, meðfram auknum vinsældum samfélagsmiðla. Um er að ræða einstaklinga, sem oftar en ekki eru með marga fylgjendur á Instagram, Facebook eða Snapchat, og fengnir eru af fyrirtækjum til að auglýsa hvers kyns varning eða þjónustu.Mál tveggja íslenskra áhrifavalda vakti töluverða athygli fyrr á árinu en Neytendastofa gerði þeim að taka skýrar fram að færslur þeirra, sem unnar voru í samstarfi við tæknifyrirtæki, væru kostað samstarf. Eftir að málið komst í hámæli minnti Neytendastofa á að um auglýsingar á samfélagsmiðlum giltu skýrar reglur, þannig að ekki færi á milli mála í framsetningunni að áhrifavaldurinn hefði fengið greitt fyrir færsluna.Sjá einnig:Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar eiga að fylgjaÍ frétt breska ríkisútvarpsins um fyrrnefnda könnun er tekið fram að þarlend yfirvöld séu nú að íhuga að gefa út sambærilegra reglur og þær sem Neytendastofa hefur tekið saman. Þar að auki sé til rannsóknar hvort að áhrifavaldar leyni því að færslur þeirra séu kostaðar. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til að um 54 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára leyfðu kynningum áhrifavalda að móta kauphegðun sína. Rúmlega 1000 manns tóku þátt í könnuninni og er haft eftir einum aðstandenda hennar á vef BBC að niðurstöðurnar gefi til kynna að neytendur, þeir bresku í það minnsta, séu alla jafna nokkuð vel með á nótunum þegar kemur að auglýsingum áhrifavalda. Engu að síður sé oft óljóst hvenær áhrifavaldar eigi í kostuðu samstarfi og að ungir neytendur séu nokkuð áhrifagjarnir. Ætla má að stórfyrirtæki geri sér grein fyrir ítökum áhrifavalda. Í frétt BBC er sérstaklega minnst á L'Oreal Group, stærsta snyrtivörufyrirtæki heims, verji um helmingi alls markaðsfjár síns á samfélagsmiðlum.
Bretland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36