Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2018 12:56 Frá laxeldi á Patreksfirði. vísir/einar Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30
Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels