Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2018 12:56 Frá laxeldi á Patreksfirði. vísir/einar Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30
Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30