Innlent

Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Spennirinn varð eldinum að bráð var þó nokkuð laskaður.
Spennirinn varð eldinum að bráð var þó nokkuð laskaður. BRUNAVARNIR ÁRNSESSÝSLU
Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar sem kviknaði í aðfararnótt jóladags er lokið. Þetta kemur fram á vefnum Sunnlensku. Vísir greindi frá því að eldur kom upp í einum straummælaspenni í stóra spennivirkinu í virkjuninni.

Samkvæmt frétt Sunnlensku gekk viðgerðin á tengivirkinu vel að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttur.

„Við erum búin að skipta út öllum þremur straumspennunum sem til stóð að skipta um og vorum heppin með veður, gátum byrjuðum snemma í morgun og þetta kláraðist í dag. Ljósafosslína er komin í rekstur, rétt í þessum töluðu orðum, og truflunin afstaðin. Það varð ekkert rafmagnsleysi vegna þessa en þegar línan er komin aftur í rekstur eykst afhendingaröryggi á svæðinu aftur,“ sagði Steinunn í samtali við Sunnlensku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×