Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 20:14 Algengt er að flugeldar skjóti hundum skelk í bringu á áramótunum. Vísir/Andri Marinó Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. Í tilkynningu MAST segir að alþekkt sé að dýr bregðist afar illa við hávaða frá flugeldaskotum og geti það valdið slysum, bæði á dýrunum sjálfum og umhverfi þeirra, öðrum dýrum og fólki. Dæmi séu um að hundar hafi hlaupið fyrir bíla eða á fjöll. Hestar í haga séu í sérstakri hættu, þar sem dæmi séum um að þeir hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið fyrir bílaumferð og valdið slysum. Þá segir MAST að óþarfi sé að lýsa því sem geti gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar. Þá vekur MAST sérstaka athygli á breytingum á leyfilegum skottíma flugelda sem nú er skemmri en undanfarin ár. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Segir stofnunin afar mikilvægt að þessi tímatakmörk séu virt svo dýraeigendur geti viðrað dýr sín án þess að eiga á hættu að ofsahræðsla vegna flugelda grípi um sig hjá dýrunum. Matvælastofnun vill einnig beina til almennings, sérstaklega foreldra og forráðamanna unglinga og barna, að sýna þá tillitsemi við dýr og eigendur þeirra að skjóta einungis upp flugeldum og sprengja ýlur og hvellhettur á gamlárskvöld og þrettándanum. Það hjálpi eigendum dýranna að grípa til viðeigandi ráðstafana. Að lokum birti MAST lista yfir möguleg fyrirbyggjandi úrræði sem dýraeigendur geta nýtt sér. Listann og tilkynningu MAST í heild sinni má sjá hér. Dýr Flugeldar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. Í tilkynningu MAST segir að alþekkt sé að dýr bregðist afar illa við hávaða frá flugeldaskotum og geti það valdið slysum, bæði á dýrunum sjálfum og umhverfi þeirra, öðrum dýrum og fólki. Dæmi séu um að hundar hafi hlaupið fyrir bíla eða á fjöll. Hestar í haga séu í sérstakri hættu, þar sem dæmi séum um að þeir hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið fyrir bílaumferð og valdið slysum. Þá segir MAST að óþarfi sé að lýsa því sem geti gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar. Þá vekur MAST sérstaka athygli á breytingum á leyfilegum skottíma flugelda sem nú er skemmri en undanfarin ár. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Segir stofnunin afar mikilvægt að þessi tímatakmörk séu virt svo dýraeigendur geti viðrað dýr sín án þess að eiga á hættu að ofsahræðsla vegna flugelda grípi um sig hjá dýrunum. Matvælastofnun vill einnig beina til almennings, sérstaklega foreldra og forráðamanna unglinga og barna, að sýna þá tillitsemi við dýr og eigendur þeirra að skjóta einungis upp flugeldum og sprengja ýlur og hvellhettur á gamlárskvöld og þrettándanum. Það hjálpi eigendum dýranna að grípa til viðeigandi ráðstafana. Að lokum birti MAST lista yfir möguleg fyrirbyggjandi úrræði sem dýraeigendur geta nýtt sér. Listann og tilkynningu MAST í heild sinni má sjá hér.
Dýr Flugeldar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira