Guðmundur: Færumst nær því að taka ákvörðun Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:56 Guðmundur á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira