Jólahugleiðing Svava Guðrún Helgadóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Það var síðla kvölds í vikunni sem leið að ég gekk um götur Reykjavíkurborgar og virti fyrir mér fegurðina sem miðbærinn hafði upp á að bjóða það kvöldið. Á göngu minni varð mér hugsað til þeirra hversdagslegu áhyggja sem við jú öll höfum og velti vöngum yfir hinu og þessu sem í stóru samhengi engu máli skiptir. Rétt í allri þessari hugsanaflækju ef flækju skal kalla varð mér hugsað til jólanna og þeirra sem eiga um sárt að binda yfir hátíðarnar líkt og aðra daga ársins. Þessar hugsanir mínar voru áhyggjunum yfirsterkari og fylgdu mér góðan spöl. Um víða veröld eru til einstaklingar sem eiga í engin hús að venda vegna fátæktar, sjúkdóma og aðstæðna sem þeir ekki fá við ráðið. Það eru til einstaklingar sem búa í stríðshrjáðum löndum og geta enga björg sér veitt. Það eru sannarlega til einstaklingar sem brotnir hafa verið niður af lífsins ólgusjó og telja enga ákjósanlega leið út úr sínum aðstæðum. Einstaklingar sem hreinlega vita ekki hvernig þeir eiga að takast á við daginn, hvað þá jólin. Aðstæður þar sem sorgin er gríðarleg, eymdin áþreifanleg. Þegar ég hafði leitt hugann að þessum fjölda fólks féllust mér hendur og ég leit örlítið í eigin barm. Hvað er það sem okkur raunverulega hamingju færir? Eftir nokkra stund gekk ég minn veg full forréttinda, steig upp í bíl sem ég hef til afnota, keyrði heim hugsi og gekk inn í hlýtt húsaskjólið sem ég er svo sérlega heppin að hafa yfir höfuð mér. Ég lagðist á koddann og leiddi hugann að þeim forréttindum sem ég bý við og gat ekki annað en fundið til skammar en á sama tíma óendanlegs þakklætis. Nú gengur senn í garð hátíð ljóss og friðar með öllum sínum kræsingum, litum, gjöfum og glingri. Þegar ég fer að gleyma mér í öllum ljósunum og þeirri ringulreið sem jólunum kann að fylgja ætla ég að leiða hugann að þeim sem ekkert af þessu hafa. Ég ætla að leiða hugann að því sem mér raunverulega hamingju veitir. Þakka fyrir alla þá hluti tilverunnar sem öllu máli skipta en aldrei fást keyptir. Já, þakka fyrir friðinn. Það er nefnilega hægt að búa við allsnægtir en vera á sama tíma bláfátækur. Verum þakklát, auðmjúk og nægjusöm með kærleikann að leiðarljósi. Það eru síður en svo allir sem hafa færi á því að halda gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það var síðla kvölds í vikunni sem leið að ég gekk um götur Reykjavíkurborgar og virti fyrir mér fegurðina sem miðbærinn hafði upp á að bjóða það kvöldið. Á göngu minni varð mér hugsað til þeirra hversdagslegu áhyggja sem við jú öll höfum og velti vöngum yfir hinu og þessu sem í stóru samhengi engu máli skiptir. Rétt í allri þessari hugsanaflækju ef flækju skal kalla varð mér hugsað til jólanna og þeirra sem eiga um sárt að binda yfir hátíðarnar líkt og aðra daga ársins. Þessar hugsanir mínar voru áhyggjunum yfirsterkari og fylgdu mér góðan spöl. Um víða veröld eru til einstaklingar sem eiga í engin hús að venda vegna fátæktar, sjúkdóma og aðstæðna sem þeir ekki fá við ráðið. Það eru til einstaklingar sem búa í stríðshrjáðum löndum og geta enga björg sér veitt. Það eru sannarlega til einstaklingar sem brotnir hafa verið niður af lífsins ólgusjó og telja enga ákjósanlega leið út úr sínum aðstæðum. Einstaklingar sem hreinlega vita ekki hvernig þeir eiga að takast á við daginn, hvað þá jólin. Aðstæður þar sem sorgin er gríðarleg, eymdin áþreifanleg. Þegar ég hafði leitt hugann að þessum fjölda fólks féllust mér hendur og ég leit örlítið í eigin barm. Hvað er það sem okkur raunverulega hamingju færir? Eftir nokkra stund gekk ég minn veg full forréttinda, steig upp í bíl sem ég hef til afnota, keyrði heim hugsi og gekk inn í hlýtt húsaskjólið sem ég er svo sérlega heppin að hafa yfir höfuð mér. Ég lagðist á koddann og leiddi hugann að þeim forréttindum sem ég bý við og gat ekki annað en fundið til skammar en á sama tíma óendanlegs þakklætis. Nú gengur senn í garð hátíð ljóss og friðar með öllum sínum kræsingum, litum, gjöfum og glingri. Þegar ég fer að gleyma mér í öllum ljósunum og þeirri ringulreið sem jólunum kann að fylgja ætla ég að leiða hugann að þeim sem ekkert af þessu hafa. Ég ætla að leiða hugann að því sem mér raunverulega hamingju veitir. Þakka fyrir alla þá hluti tilverunnar sem öllu máli skipta en aldrei fást keyptir. Já, þakka fyrir friðinn. Það er nefnilega hægt að búa við allsnægtir en vera á sama tíma bláfátækur. Verum þakklát, auðmjúk og nægjusöm með kærleikann að leiðarljósi. Það eru síður en svo allir sem hafa færi á því að halda gleðileg jól.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun