„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:31 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit. Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit.
Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15