Síðasta barátta LeBron og Wade Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2018 07:30 Félagarnir skiptust á treyjum í leikslok mynd/twitter/nba LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105 NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105
NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira