Alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót í Höllinni: „Samkeppnin verður mjög hörð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Konráð þekki þennan bransa mjög vel. mynd/mummi lú „Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni. Aflraunir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
„Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni.
Aflraunir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira