Danir grófu upp elstu myndbönd sín af Íslendingum í tilefni af fullveldisafmælinu Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Á myndböndunum má meðal annars sjá frá heimsóknum alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 og heimsóknum Danakonunga til Íslands 1907 og 1921. Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen. Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen.
Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46