Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 10:39 Frá Sæfarinu á Sæbraut í morgun þar sem blés hressilega. vísir/vilhelm Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita. Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita.
Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59
Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30