Foreldrarnir í Bjärred höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 11:25 Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. Getty Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23
Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32