Talsvert um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 18:34 Margir urðu varir við mikinn hávaða á sjöunda tímanum í kvöld. Vísir/Getty Talsvert hefur verið um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Vegfarendur á leið um Sandskeið og Hellisheiði urðu einnig varir við þrumur og eldingar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands voru eldingarnar yfir höfuðborgarsvæðinu vel á annan tug. Er þetta vegna óstöðugs lofts sem kom í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Er búist við að eldingaveðrið haldi áfram í kvöld og nótt. Hafa eldingarnar verið bundnar við suðvesturhorn landsins.Klippa: Þrumur og eldingar í Kópavogi Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar vegna eldingaveðurs sem má sjá hér fyrir neðan:UtanhússReynið að koma ykkur í skjólForðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:Krjúpið niður, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt. Haldið ykkur í allt að 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri.Klippa: Þrumur og eldingar í GrafarholtiInnanhússÞar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað).Í eldingaveðri skal hafa í huga:Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við.Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagnRafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112. Almannavarnir Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Talsvert hefur verið um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Vegfarendur á leið um Sandskeið og Hellisheiði urðu einnig varir við þrumur og eldingar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands voru eldingarnar yfir höfuðborgarsvæðinu vel á annan tug. Er þetta vegna óstöðugs lofts sem kom í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Er búist við að eldingaveðrið haldi áfram í kvöld og nótt. Hafa eldingarnar verið bundnar við suðvesturhorn landsins.Klippa: Þrumur og eldingar í Kópavogi Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar vegna eldingaveðurs sem má sjá hér fyrir neðan:UtanhússReynið að koma ykkur í skjólForðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:Krjúpið niður, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt. Haldið ykkur í allt að 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri.Klippa: Þrumur og eldingar í GrafarholtiInnanhússÞar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað).Í eldingaveðri skal hafa í huga:Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við.Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagnRafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112.
Almannavarnir Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira