Corbyn ekki til í vantraust strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi. Getty/Leon Neal Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52